Pizza og fjör verður hjá þeim börnum sem voru á barnanámskeiðinu hjá Önnu Laugu og Thelmu á fimmtudaginn kl. 17:00 í Guðmundarstofu. Ætlunin er að hittast og hafa gaman saman en einnig að búa til atriði fyrir Æskan og hesturinn. Allir krakkar á þessum aldri eru að sjálfssögðu velkomnin (4-11 ára) í pizzu og fjör hjá yngri æskulýðsdeildinni. Ætlunin er að hafa nýtt námskeið sem hefst fljótlega í apríl (nánar auglýst síðar) svo við hvetjum alla til að mæta sem hafa hug á að vera með í þessum skemmtilega hóp.

 

Tilkynna þarf skráningu (fjölda) í síma 693-5533 eða á emailið berglind@bassi.is