Æskulýðsnefnd Fáks langar til að kanna áhuga hjá foreldrum í Fáki á því að fara í utanlandsferð með unga Fáksara í ágúst næstkomandi. Ferðin er hugsuð sem upplifun unga fáksara í hópi en með foreldrum.
Hugmyndin er að fara á Norðurlandamót 7-12 ágúst 2024 í Herning. Aldursviðmið í ferðina er barna-unglinga og ungmennaflokkur (10-21 árs).

Vegna þessa hefur verið ákveðið að halda opin fund mánudaginn 18. mars. kl. 17.30 í Guðmundarstofu með formanni félagsins og æskulýðsnefnd til að ræða framhaldið og fjáröflun sem farið verður í fyrir ferðina. En það verður betur kynnt á fundinum.

Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra ungra fáksara næsta mánudag.