Nú er allt á fullu en búið er að rífa allt dót úr gömlu skrifstofunni þar sem útbúa á lítið félagsheimili og verður þar aðstaða fyrir félagsmenn að hittast, funda, fyrir kennslu og smærri samkomur. Litla-Félagsheimilið mun því nýtast mjög vel.  Á sínum tíma var félagsheimilið allt byggt upp á SJÁLFBOÐALIÐASTARFI – ekkert smá þrekvirki sem Fáksmenn unnu á sínum tíma. Nú vantar okkur laghenta menn í smáverk þar sem laga þarf nokkra hluti áður en við getum komið okkur vel fyrir þarna. Smiðir, píparar og rafvirkjar þurfa nú að leggja okkur smá lið ca. 2-3 tíma á mann í að leggja lagnir og klæða síðan veggi. Er ekki einhver sem getur komið næstu daga og hjálpað til.  Endilega hafið samband í síma 898-8445, Jón Finnur, eða við Hjört í síma 893-7475.