Fjölmargir félagsmenn í Fáki eiga eftir að greiða félagsgjöldin fyrir 2019. Án félagsgjalda er mjög erfitt fyrir Fák að halda úti þjónustu sem allir nota árið um kring eins og viðhaldi reiðvega, snjómokstri, gámadögum og margt fleira sem hestamenn nota á hverjum degi.

Við biðlum því til félagsmanna að taka vel í þessa bón og greiða félagsgjöldin í heimabankanum.

Ef einhver er ekki með aðgang að heimabanka þá vinsamlega hafið samband við Einar framkvæmdastjóra á skrifstofu Fáks varðandi aðrar greiðsluaðferðir. Sími á skrifstofu er 567-2166.

Árgjaldið fyrir fullorðna er 14.500 og 5.000 fyrir 18 til 21 árs.