Angelique Hofman frá Portugal verður með námskeið í klassískri reiðmennsku dagana 15.-17. mars.
Eftirfarandi tímar eru í boði:
- Tími 1 / þriðjudag og miðvikudag – 09:30 – 10:20
- Tími 2 / þriðjudag og miðvikudag – 10:20 – 11:10
- Tími 3 / þriðjudag og miðvikudag – 11:10 – 12:00
- Tími 4 / þriðjudag og miðvikudag – 12:00 – 12:50
- Tími 5 / þriðjudag og miðvikudag – 13:50 – 14:40
- Tími 6 / þriðjudag og miðvikudag – 14:40 – 15:30
- Tími 7 / þriðjudag og miðvikudag – 15:30 – 16:20
- Tími 8 / þriðjudag og miðvikudag – 16:20 – 17:10
- Tími 9 / þriðjudag og miðvikudag – 17:10 – 18:00
Verð fyrir fullorðna 40.000 kr. tvöfaldur tími.
Verð fyrir börn, unglinga og ungmenni er 32.500 kr tvöfaldur tími
Angelique er klassískur reiðmaður og hefur unnið með íslenska hesta til margar ára. Hún ætlar að koma í Fák og vera með námskeið í því hvernig klassísk reiðmennska getur þróað og bætt bæði hest og knapa á marga vegu.
Síðastliðin 18 ár hefur hún búið í Portugal eftir að hún heillaðist af hestamenningunni þar og hestakyninu Lusitano. Hún hefur þjálfað með reiðmönnum sem hafa farið á Olympíuleika og öðrum hámenntuðum þjálfurum.
Angelique hefur þjálfað hross sem hafa tekið þátt í Grand Prix og er með þjálfararéttindi A og B.
Hún hefur verið með reiðkennslu frá 2011 og kennt mest í Danmörku, Austurríki og Sviss. Þá hefur hún einni kennt í Suður-Afríku, Þýskalandi og Hollandi.
Frá 2018 hefur hún verið með sína eigin þjálfunarstöð á búgarði sínum, Equi-Resort Courela da Vala í Portúgal. Hún og maðurinn hennar Miguel Gonçalves reka búgarðinn saman og stunda þar einnig ræktun á Lusitano hestum. Miguel er 3 stigs alþjóðlegur Dressage dómari.
Frekari upplýsingar um Angelique er að finna á heimasíðu hennar:
Skráning fer fram á Sportabler