Hver vill bætast við hópinn í skemmtilegustu og sætustu nefndinni hjá Fáki. Fjölga þarf í mótanefndinni og ætlar hún að hittast í Guðmundarstofu á miðvikudaginn kl. 17:00 og skipta með sér verkum fyrir mótaárið. Margar hendur vinna létt verk. Þeir sem hafa áhuga á að vinna með nefndinni geta komið eða haft samband á skrifstofuna.