Sl. fimmtudag tóku tveir Fáksfélagar sig til og keyptu söltun á reiðvegina. Allir reiðvegir í næsta nágrenni voru saltaðir og urðu við það mun mýkri og öruggari að ríða á. Einnig flýtir þetta fyrir bráðnun klakas og sem fer vonandi að fara, en trippahringurinn er að verða auður að hluta. Þeir Óskar Þór Pétursson og Andrés Pétur Rúnarsson fá miklar þakkir fyrir að koma þessu í verk og borga brúsann.