Nú styttist heldur betur í menntadag A-landsliðis Íslands í hestaíþróttum sem fram fer laugardaginn 16. des í Lýsis höllinni Víðidal. Þar munu okkar fremstu knapar vera með kennslusýningar, auk þess sem skrifað verður undir samstarfssamning milli LH og Háskólans á Hólum og reiðkennari ársins verður heiðraður.

Í hádeginu verður hægt að kaupa frábæran jólahádegisverð framreiddan af snillarkokkum fyrir einungis 3500 krónur.

Húsið opnar klukkan 10:00 á dagskránni verða eftirfarandi kennslusýningar:

  • Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir: Grunnþjálfun
  • Gústaf Ásgeir Hinriksson: Hliðarstjórn og hliðarjafnvægi
  • Ragnhildur Haraldsdóttir: Form
  • Sigurður Sigurðarson: Sótt í rýmið
  • Hádegishlé
  • Elvar Þormarsson: Lykill að vegferð óvissunnar
  • Sara Sigurbjörnsdóttir: Að hafa trú á verkefninu – lokaspretturinn
  • Teitur Árnason: Full afköst á skeiði
  • Jóhanna Margrét Snorradóttir: Heimsmeistaratitill – Hvað liggur að baki

Dagskrálok um kl 15:00

Miðaverð er 5000 krónur og rennur allur ágóði til landsliðisins.

Hægt er að kaupa miða á heimasíðu LH