Nokkur laus pláss eru á reiðnámskeiðið hjá Sylvíu Sigurbjörnsdóttur. Kennt er á föstudögum, alls 8 skipti og eru tveir saman í tíma í 40 mín. Farið er yfir undirbúning keppnishestsins/reiðhestsins og námskeiðið sniðið að þörfum knapans. Verð er kr. 36.000 (frjálst fyrir alla að skrá sig). Námskeiðið hefst nk. föstudag og eru eftirfarandi tímar lausir.

13:00 – 13:40
13:40 – 14:20
18:10 – 18:40

Vinsamlega sendið póst á fakur@fakur.is til að skrá sig á námskeiðið.