Á föstudaginn var undirrituð viljayfirlýsing á milli Landsmóts ehf, Hestamannafélagsins Fáks og Reykjavíkurborgar um að að halda Landsmót á félagssvæði Fáks í Reykjavík 2018.

Gaman verður að vinna að því að halda glæsilegt Landsmót 2018 enda Fáksmenn góðir gestgjafar og með stuðningi Reykjavíkurborgar ætti mótið að verða hið glæsilegasta.

Einnig var við sama tækifæri undirrituð viljayfirlýsing við Skagfirðinga um að halda Landsmótið 2016 á Hólum í Hjaltadal