Hin árlega og stórskemmtilega kvennareið Fákskvenna verður farinn á morgun miðvikudag 8. maí. Lagt verður af stað kl. 18:30 frá Reiðhöllinni og riðið rólega í kringum Elliðavatnið. Stoppað oft, spjallað, sungið og drukkið vatn.
Eftir reiðtúrinn er matur og skemmtun í félagheimilinu þar sem á boðstólum verður heitum matur gegn vægu gjaldi (kr. 1.500), gítarsöngur og gleði fram eftir kvöldi.

Allar að mæta og hafa gaman saman enda veðurspáin ótrúlega góð 🙂