Mánudaginn 17. febrúar næstkomandi ætlar Bergrún Ingólfsdóttir að gefa hestamönnum innsýn inní Knapaþjálfun sem er námskeið sem hún hefur haldið um land allt. Fyrirlesturinn er haldin í Harðarbóli (Hestamannafélaginu Herði) kl 19:00.
Þessi viðburður er haldin af hestamannafélögunum á höfuðborgasvæðinu, sem eru í samstarfi í vetur að skipuleggja fræðsluviðburði!
Bergrún er menntaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera Einkaþjálfari frá ÍAK. Hún kenndi Knapaþjálfun við Háskólann á Hólum í fjögur ár og var einmitt hluti af því teymi sem sá um að þróa áfangann.
Í fyrirlestrinum er farið yfir áherslur í kennslu Knapaþjálfunar, hverju ber að huga að þegar bæta á líkamsstöðu sína á hestbaki, orsakir og afleiðingar vissrar líkamsbeytingar og hvernig við gerum varanlegar breytingar.
Mælum svo sannarlega með að hestamenn fjölmenni á þennan fyrirlestur!
Verð fullorðnir: 1500 kr
Verð börn/unglingar og ungmenni: 1000 kr