Verkleg knapamerki 1 og 2 verða kennd saman og hefjast í næstu viku. Boðið verður upp á tvo hópa ef næg þátttaka næst.

Verklegir tímar eru 13 talsins og próf í lokin. Verð miðast við hversu margir eru í hóp (4 eða 5) en það verður sennilega á verðbilinu 30-34 þús.

Hópur 1. Mánudaga og fimmtudaga kl. 20:00-21:00 Kennari Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Hópur 2. Þriðjudaga kl. 20:00 og laugardaga kl. 10:00 Kennari Sigrún Sigurðardóttir

Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir að hafa samband á fakur@fakur.is og þar komi fram í hvorn hópinn menn vilja skrá (vonandi verður hægt að verða við óskum allra) og gsm símanúmer.