Hin árlega kirkjureið 7. maí.
Hin árlega kirkjureið hestafólks á höfuðborgarsvæðinu verður sunnudaginn 7. maí. Riðið verður til Seljakirkju, þar sem tekið verður á móti hestum í trygga rétt og gæslu. Guðsþjónustan hefst kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson predikar. Brokkkórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Allt er það hestafólk sem leggur hönd á plóg. Að lokinni guðsþjónustunni verður kirkjukaffi að vanda. Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum kl. 12:30 og riðið um Heimsenda þar sem hópar sameinast. Kirkjureiðin er ætluð fyrir alla fjölskylduna. Full ástæða til að taka þátt í góðum reiðtúr og njóta stundarinnar í kirkjunni.