Hin árlega kirkjureið hestafólks á höfuðborgarsvæðinu verður sunnudaginn 13. maí. Riðið verður til Seljakirkju, þar sem tekið verður á móti hestum í trygga rétt og gæslu. Guðsþjónustan hefst kl. 14:00 og mun hestamaðurinn Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson predika.

Að lokinni guðsþjónustunni verður veglegt kirkjukaffi að vanda. Lagt verður af stað úr hesthúsahverfunum kl. 12:30 og riðið um Heimsenda þar sem hópar sameinast.

Brokkkórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Að lokinni guðsþjónustunni verður kirkjukaffi að vanda. Kirkjureiðin er ætluð fyrir alla fjölskylduna. Full ástæða til að taka þátt í góðum reiðtúr og njóta stundarinnar í kirkjunni.