Báðum keppnisvöllum Fáks, Hvammsvelli og Brekkuvelli verður lokað í kvöld kl 23:00 þann 22.7.2014 til að undirbúa þá fyrir íslandsmót sem hefst á morgun þann 23.7.  Þetta er gert til að hafa vallaraðstæður sem bestar á mótinu.

Allir sem ætla að æfa sig í dag verða þar af leiðandi að vera búnir að því fyrir klukkan 23:00 í kvöld!

Fákur óskar öllum keppendum góðs gengis á mótinu og við vonumst til að sjá sem flesta í brekkunni