Minnum á að skráning stendur yfir á námskeiðið Alla leið á landsmót sem er hugsað fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna í landsmótsúrtöku. Námskeiðið er tvískipt og er fyrri hlutinn fram að landsmótsúrtöku. Í fyrri hlutanum verða 40 mín. einkatímar og verður námskeiðið bæði í Reiðhöllinni og á hringvelli (fer eftir veðri). Í byrjun verður stöðumat þar sem styrkleikar og veikleikar verða metnir og unnið út frá því og þeim markmiðum sem knapinn setur sér. Dómarar verða fengnir til að hjálpa til við seinna stöðumatið( eftir Reykjavíkurmótið) en þeir knapar sem stefna með hestinn sinn fyrst á Reykjavíkurmótið fá þá leiðsögn eins og um íþróttakeppni væri að ræða fram að þeim tíma (knapinn stjórnar því). 

Það verða 3 tímar  fram að Reykjavíkurmóti og 4 tímar frá Reykjavíkurmóti fram að landsmótsúrtöku. Síðan verður öflugt námskeið með sömu reiðkennurum fram að landsmóti þar sem þeir munu fylgja knöpunum alveg eftir inn í braut og taka á móti þeim úr brautinni og vinna með þá reynslu sem fékkst í keppninni (stundum erfitt fyrir foreldrana að taka þann pakka líka).

Kennarar: Hrefna María, Friðfinnur, Anna og Henna.

Nánari tímasetning auglýst síðar.

Verð: 18:500 (7 tímar)

Skráning á faku@fakur.is