Fræðslunefnd og æskulýðsnefnd Fáks ætla að endurtaka vel heppnað námskeið frá síðasta tímabili og bjóða uppá keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni Fáks.

Kennari í ár verður reiðkennarinn og þjálfarinn Hjörvar Ágústsson í Kirkjubæ.

Fyrirkomulagið verður þannig að Hjörvar mun bjóða uppá tvo einkatíma í mánuði fyrir krakkana. Þar að auki verða fræðsluerindi og aðrir hittingar til þess að hrista hópinn betur saman.

Verkleg kennsla hefst helgina 11.-12. desember. Um verður að ræða bæði verklegan tíma og svo einnig fyrirlestur þar sem Hjörvar fer yfir markmiðasetningu og þjálfun fyrir keppni.

Námskeið þetta hentar öllum börnum, unglingum og ungmennum sem hafa áhuga á keppni. Ekki gerð krafa um fyrri keppnisreynslu.

Skráning er opin og fer fram í gegnum Sportfeng. Stofnaður verður Facebook hópur þar sem allar nánari upplýsingar verða settar inn.

Þeir sem vilja nýta frístundastyrk á námskeiðið vinsamlega sendið póst á skraning@fakur.is með helstu upplýsingum eins og kennitölu barns og í hvaða sveitarfélagi barnið býr.

Námskeiðið stendur frá desember og út maí. Verð er 50.000 kr.

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að hægt er að nýta frístundastyrkinn vegna þessa námskeiðs.