Hrossakjötsveisla Limsverja verður haldin laugardaginn 9. jan. nk. svo við viljum biðja alla að spara við sig í áti yfir hátíðarnar því hrossakjötsveislan er ein magnaðasta átveisla landsins. Nokkrir strigakjaftar munu koma og láta gamminn geysa yfir borðhaldi, verðlaunaveitingar og margt fleira skemmtilegt. Endilega að taka daginn frá og mæta með bros á vör eins og þetta folald.