Hin árlega og skemmtilega Hlégarðsreið verður farin á laugardaginn. Riðið verður til Harðarmanna og endað í kökuhlaðborði hjá þeim í Hlégarði.

Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni kl. 13:00 stundvíslega.

Boðið verður upp á að keyra hestana til baka (ef næg þátttaka fæst) en þá mun Björn hestaflutningabílstjóri skutla hestunum niður í Fák frá Hlégarði. Verðið er kr. 2.000 fyrir fyrsta hest og 1.500 ef það eru fleiri en einn hestur hjá sama knapa. Láta þarf vita með það á í síma 898-8445 fyrir kvöldið til að hægt sé að panta hestaflutningabílinn.

Allir að skella sér í hressandi útreiðartúr og félagsskap.