Hestamenn vinsamlega athugið að Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur sitt fyrsta mót sumarsins í fjallahjólreiðum við Rauðavatn miðvikudaginn 30. apríl 2014. Keppnin hefst kl. 19:00 og líkur kl. 22.
Rásmark er á hefðbundnum stað austan megin við Rauðavatn við skógarlundinn. Brautin sem keppendur hjóla er blanda af malarstígum, grasi og skógarlundsstígum. Brautin er 7.2 km og með heildarhækkun upp á uþb 145 metra. I fyrsta hring verður hestastígurinn meðfram rauðavatni hjólaður áður en farið er inn á þrönga skógarstígana, en í öðrum hringjum er ætlast til að single track við hlið hestastígsins sé hjólað.