FT-Suður stendur fyrir skemmtilegri og léttri sýnikennslu á miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Félagið langar að bjóða öllum börnum og unglingum í æskulýðsdeildum hestamannafélaga á sýnunguna. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir.

Frábært tækifæri fyrir yngri kynslóðina að eiga góða stund saman!:)

Sýnikennslan hefst klukkan 19.30 og verður kaffisala á staðnum.

Kær kveðja,

FT-Suður