Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Heyefnagreining 1. Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni. Heyefnagreining 3. Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar. Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen. Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni. Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum. Getum einnig útvegað leiðbeiningu ef óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri). Þið þurfið að senda okkur sýni fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir 20. hvers mánaðar. Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri. Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá. Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk. Blóðgreiningar. Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur. Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden. Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk. Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar. Auðvelt er að geyma sýnin fryst. Vinsamlega sendið sýnin til: Efnagreining ehf Ásvegi 4, Hvanneyri 311 Borgarnes Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.