Sala á tjaldstæðum með rafmagnstengingum á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 er hafin.  Um er að ræða afmarkaða reiti, 7×10 metrar að stærð og hverjum reit fylgir ein rafmagnsinnstunga.  Við Fáksmenn höfum tekið frá 45 stæði fyrir okkar skemmtilegu félagsmenn sem vilja halda hópinn, en svæðið er fyrir miðju hægra megin (í þremur röðum – myndar kassahóp). Ef þið viljið vera í þessum hópi þá vinsamlega sendið okkur póst, fakur@fakur.is svo við sjáum hversu margir hafa áhuga og svo verður opnað fyrir pantanir 1. febrúar á þetta tilteka svæði, en greiða verður um leið og pantað er kr. 17.000. (sjá skýringarmynd hvar stæðin eru)

holar

 

 

 

 

 

 

 

 

tjaldstæði