Heldur verður glæsilegasta villibráðarhlaðborð landsins. Matgæðingar munu slefa yfir matnum og hlæja sig máttlausa yfir skemmtiatriðum (spurning um að taka með sér smekk). Allir skemmtilegir hestamenn taka daginn frá og mæta laugardagskvöldið 12. október nk. Diskó og fjör eftir borðhaldið og þá mun kvenpeningurinn fá frítt inn.
Nú er úti veður vont
verður allt að klessu,
á Herrakvöldi Fáks
er ekki boðið upp á kássu …
Markmið Herrakvöldsins er að safna fyrir snjótönn á traktorinn, svo allir geti riðið út í vetur þó það kyngi niður snjó. Koma svo…….allir að styrkja gott málefni með því að mæta á Herrakvöldið.