Helgarnámskeið með Rúnu Einarsdóttur verður haldið 29. og 30. mars nk. í TM-Reiðhöllinni.  Fyrirkomulag á námskeiðinu verður þannig að þetta eru einkatímar, hvern nemandi fær 2 x 30 mín á laugardeginum og síðan 1 x 40 mín á sunnudeginum. Það þarf því að mæta á laugardagsmorgunin og svo aftur þegar líður á daginn (30 mín. hvort skipti) og síðan er ætlast til að nemendur fylgist með öðrum á námskeiðinu. Aftur er mæting á sunnudagsmorgunin og þá er 40 mín. einkatími. Námskeiðið byrjar kl. 9:00 báða morgnana.

Verð kr. 26.500 – (aðeins 9 pláss á námskeiðinu).

Skráning á fakur@fakur.is og þar þarf að koma fram nafn, kennitala, gsm símanúmer og ósk um tíma ef menn vilja.