Helgina 18-20 október ætlar Ragga Har reiðkennari að vera með einkatíma í Lýsishöllinni.
Ragnhildur hefur starfað við tamningu og þjálfun hrossa í fjölda ára. Hún útskrifaðist sem reiðkennari C frá Hólum árið 2011 og starfar nú sem sjálfstætt starfandi tamingamaður á Selfossi. Hún hefur gert það afar gott á keppnisbrautinni og verið liðsmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár.
Ragnhildur mun bjóða upp á þrjá 40 mín einkatíma. Tímarnir verða sniðnir þörfum knapa og hests. (Lágmarksþáttaka er á námskeiðið)
Verð: 34.500kr
ATHUGIÐ vel tímasetningar hér að neðan þegar skráð er að námskeiðið.
Tími 1: Föstudagur kl.13:00 Laugard/sunnud kl.09:00
Tími 2: Föstudagur kl.13:40 Laugard/sunnud kl.09:40
Tími 3: Föstudagur kl.14:20 Laugard/sunnud kl.10.20
Tími 4: Föstudagur kl.15:00 Laugard/sunnud kl. 11:00
Tími 5: Föstudagur kl.15:40 Laugard/sunnud kl.11:40
T’imi 6: Föstudagur kl.16:20 Laugard/sunnud kl. 12:20
Hlé 30min
Tími 7: Föstudagur kl.17:30 Laugard/sunnud kl.13:30
Timi 8: Föstudagur kl.18:10 Laugard/sunnud kl. 14:10
Tími 9: Föstudagur kl.18:50 Laugard/sunnud kl.14:50
Tími 10: Föstudagur kl.19:30 Laugard/sunnud kl.15:30
Skráning fer fram á Sportabler