Hittingur hjá Heldri Fáksfélögum 60 ára og eldri verður föstudaginn 23. febrúar klukkan 11.30 í salnum á eftri hæð TM-Reiðhallarinnar.

Veitingar dagsins verða:  Súpa, brauð og kaffi og er verðið 1.000.- krónur. Enginn posi verður á staðnum og þarf að greiða fyrir veitingarnar í peningum.

Gestur fundarins verður Helgi Sigurðsson og mun hann lesa upp úr bók sinni um Alla Rúts.

Kveðja, nefndin