Glaður starfsmaður Fáks fór í dag og afhenti rúmlega 350 undirskriftir sem hafa safnast undanfarna daga þar sem mótmælt er því deiliskipulagi sem er í kynningu fyrir Heiðmörkina. Einnig hafa mörg hundruð hestamenn sent tölvupóst til að mótmæla skorti á reiðleiðum í þessu deiliskipulagi fyrir Heiðmörkina. Jafnframt var afhent bréf frá Fáki, reiðveganefnd LH, reiðveganefnd Kjalarnesþings hins forna og Dagnýju Bjarnadóttur landslagsarkitekt þar sem þessu deiliskipulagi var mótmælt og komið með tillögur að úrbótum fyrir hestamenn.