Hestamannafélagið Fákur hefur til útleigu veislusal í félagsheimili Fáks, sem hentar vel til margskonar fagnaðar s.s. fyrir afmæli, starfsmannaveislur, brúðkaup, fermingar og hverskyns mannamót.
Mögulegt er að skipta salnum uppí tvo hluta.

Salnum fylgir
– Borð og stólar fyrir 180 manns
– Glös og diskar og almennur borðbúnaður, viskustykki, borðtuskur
– Aðgangur að eldhúsi, pottum og pönnum
– Hljóðkerfi
– Ræðupúlt og lítið sýningartjald
– Klakavél
– Tveir stórir kælar og tveir litlir (ekki frystir)
– Athugið að salnum fylgir ekki borðdúkar