Frá því í febrúar hefur kennsla í knapamerki 1 farið fram sem endar svo með prófi síðustu vikuna í mars.
Því er verið að kanna hvort að áhugi sé á því að taka stöðupróf um leið og lokaprófið fer fram. Áætlað er að prófið verði framkvæmt í reiðhöllinni í C tröð síðustu vikuna í mars eða byrjun april, en það fer allt eftir þátttöku.
Stöðupróf í knapamerkjunum er ætlað fyrir þá se telja sig þekkja grunnþætti í reiðmennsku og vilja fara beint í Knapamerki 2. Hægt er að kynna sér framkvæmd og verklag á heimasíðu knapamerkjanna, knapamerki.is
Það er algert atriði að hesturinn sem notaður er í prófið sé alveg spennulaus og rólegur. Hann þarf að hringteymast vel og teymast vel við hlið.
Verð fer eftir fjölda þáttakenda.
Í boði er að mæta eingöngu í prófið, nemandi undirbýr sig þá sjálfur. Einnig er hægt að panta kennslu og undirbúning með reiðkennara fyrir prófið.
Fyrir fleiri upplýsingar eða eða staðfestinug á próftöku er hægt að hafa samband við Vilfríði á netfangið vilfridur@fakur.is