Íslandsmótin eru yfirstaðin og voru Fáksfélagar í fremstu röð í nánast öllum flokkum.

Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna eignuðumst við 6 Íslandsmeistara en það eru þeir Teitur Árnason sem varð þrefaldur Íslandsmeistari, Konráð Valur sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari og Arnar Máni sem varð Íslandsmeistari í T2.

Á Íslandsmóti barna- og unglinga varð Matthías Sigurðsson varð þrefaldur Íslandsmeistari, Þórhildur Helgadóttir tvöfaldur Íslandsmeistari, Kristín Karlsdóttir varð Íslandsmeistari í V1 og Lilja Rún Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í gæðingalist.

Fákur óskar Íslandsmeisturum og öllum þeim sem kepptu til hamingju með frábæran árangur.

Íslandsmeistarar í fullorðins- og ungmennaflokki

  • Meistaraflokkur T2 – Teitur Árnason og Njörður frá Feti
  • Meistaraflokkur F1 – Teitur Árnason og Atlas frá Hjallanesi 1
  • Meistaraflokkur 250m skeið – Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk
  • Meistaraflokkur 150m skeið – Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II
  • Meistaraflokkur 100m flugskeið – Teitur Árnason og Drottning frá Hömrum II
  • Ungmennaflokkur T2 – Arnar Máni Sigurjónsson og Arion frá Miklholti

Íslandsmeistarar í barna- og unglingaflokki

  • Unglingaflokkur T4 – Matthías Sigurðsson og Dýri frá Hrafnkelsstöðum
  • Unglingaflokkur F2 – Matthías Sigurðsson og Hlekkur frá Saurbæ
  • Unglingaflokkur samanlagður árangur – Matthías Sigurðsson
  • Unglingaflokkur V1 – Kristín Karlsdóttir og Steinar frá Stuðlum
  • Unglingaflokkur gæðingalist – Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Sigð frá Syðri-Gegnishólum
  • Barnaflokkur T4  – Þórhildur Helgadóttir og Kóngur frá Korpu
  • Barnaflokkur V2 – Þórhildur Helgadóttir og Kóngur frá Korpu