Fákur bauð öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa starfað fyrir félagið á árinu og undanförnum árum til glæsilegrar Uppskeruhátíðar sl. föstudagskvöld. Jólahlaðborðið hjá Rósu svignaði undan kræsingum, Elísabet Ormslev söng falleg og kraftmikil lög og Ari Eldjárn kitlaði hláturtaugarnar svo mikið að alvarlegustu menn voru með harðsperrur í magavöðvunum daginn eftir.
Einnig voru helstu afreksmenn félagsins á keppnisvellinum heiðraðir en við Fáksmenn áttum mjög farsælan keppnisárangur á árinu.
Eftirtaldir aðilar voru heiðraðið fyrir frábæran keppnisárangur á árinu:
Árni Björn Pálsson
Arnór Dan Kristinsson
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Hrafnhildur Jónsdóttir
Hulda Gústafsdóttir
Kári Steinsson
Konráð Valur Sveinsson
Sigurbjörn Bárðarson
Teitur Árnason
Þorvarður Friðbjörnsson
Knapi Fáks 2015 er heimsmeistarinn Teitur Árnason