Gæðingamót Fáks og úrtaka fyrir Landsmót 2022 fer fram dagana 26.-29. maí næstkomandi á Hvammsvellinum í Víðidal. Mótið er lokað þar sem um úrtöku fyrir Landsmót er að ræða. Skráning er opin á www.sportfengur.com og stendur til og með mánudagsing 23. maí.

Boðið er upp á tvær umferðir og verður fyrirkomulagið eftirfarandi:

 • Fimmtudagur 26. maí – Fyrri umferð, allir gæðingaflokkar.
 • Föstudagur 27. maí – Tölt T1 og skeiðgreinar.
 • Laugardagur 28. maí – Seinni umferð.
 • Sunnudagur 29. maí – Úrslit: Árangur úr fyrri umferð gildir til úrslita.

Drög að dagskrá.

 • Fimmtudagur 26. maí
  • 09:00 Allir gæðingaflokkar – Fyrri umferð
 • Föstudagur 27. maí
  • 17:30 Skeið og tölt
 • Laugardagur 28. maí
  • 09:00 Allir gæðingaflokkar – Seinni umferð
 • Sunnudagur 29. maí
  • 10:00 Tölt T1 – Úrslit
  • 10:30 Barnaflokkur – Úrslit
  • 11:00 Unglingaflokkur – Úrslit
  • 11:30 Ungmennaflokkur – Úrslit
  • 12:00 C-flokkur – Úrslit
  • 12:30 Hádegishlé
  • 13:30 B-flokkur gæðinga – Úrslit
  • 14:00 A-flokkur gæðinga – Úrslit
  • 14:40 Dagskrárlok

Skráningar:

 • Mótið heitir: Gæðingamót Fáks & Landsmótsúrtaka
 • Seinni umferð úrtöku heitir: Fákur – seinni umferð Landsmótsúrtöku
 • Skráning í seinni umferð er valkvæð og opnar skráning í hana eftir að fyrri umferð lýkur á fimmtudeginum og er hún opin til kl. 12.00 föstudaginn 28. maí.
 • Ekki er hægt að skrá hesta eða knapa í seinni umferð hafi þeir ekki tekið þátt í þeirri fyrri.
 • Inn á Landsmót gildir betri árangur hests eða knapa úr báðum umferðum.
 • Skráning í skeiðgreinar og T1 er opin öllum.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

 • A flokkur gæðinga – kr. 6.900
 • B flokkur gæðinga – kr. 6.900
 • C flokkur gæðinga (ekki LM grein, aðeins fyrir minna vana, sjá reglur LH) – kr. 6.900
 • Ungmennaflokkur – kr. 5.000
 • Unglingaflokkur – kr. 5.000
 • Barnaflokkur – kr. 5.000
 • Pollaflokkur – skráning hér
 • 100m Skeið – kr. 6.000
 • 150m Skeið – kr. 6.000
 • 250m Skeið – kr. 6.000
 • Tölt T1 – kr. 7.500

Mótanefnd Fáks

Afskráningar eða óskir um einhverjar upplýsingar skulu sendar á:
skraning@fakur.is