Anna Valdimarsdóttir og Telma Tómasson verða með fyrirlestur um fimiþjálfun hesta miðvikudagskvöldið 25. janúar nk. í félagsheimili Fáks kl. 19:30
Tilvalið tækifæri fyrir alla til að læra meira um þjálfun og uppbyggingu hestsins síns. Til hvers notum við fimiþjálfun, hvernig fer hún fram, geta allir fimiþjálfað hestinn sinn osfrv.
Fimiþjálfun bætir alla hesta og er einfaldari en menn halda og ætla Anna og Telma að leiða okkur í allan sannleikann um hvernig er best að fimiþjálfa til að ná sem bestum árangri. Anna og Telma hafa lagt mikla vinnu í þennan fyrirlestur og hafa m.a. tekið upp helling af efni sem sýnt verður á fyrirlestrinum.
Einstakt tækifæri til að fá innsýn í fimiþjálfun og hvernig við getum bætt hestinn okkar og okkur sem reiðmenn.

Frítt inn og allir velkomnir 🙂