Um 130 félagsmenn í Fáki mættu á félagsfund þann 16. nóvember síðastliðinn í félagsheimili Fáks. Var gaman að sjá allan þennan fjölda og að félagsmenn láti sig málefni félagsins varða.

Á fundinum var kynntur afnotasamningur milli Reykjavíkurborgar og Fáks um land sunnan stóra hringvallar.

Á fundinum var svohljóðandi tillaga Sigurbjarnar Magnússonar samþykkt samhljóða:

Félagsfundur í hestamannafélaginu Fáki sem haldinn er þann 16. nóvember 2023, kl 20:00 í félagsheimili Fáks lýsir yfir andstöðu við drög að afnotasamningi milli Fáks og Reykjavíkurborgar, sem kynnt voru á fundinum.

Afnotasamningur er háður því skilyrði að rekstur húsbílasvæðis verði á hluta svæðisins sem í aðal- og deiliskipulagi er skilgreint sem athafnasvæði Fáks og íþróttasvæði hestamanna. Fundurinn telur að öll starfsemi innan þessa reits eigi að vera í þágu hestamannafélagsins Fáks, þ.e. hestatengd starfsemi sem þjóni hestaíþróttinni og hestamennsku almennt. Rekstur húsbílasvæðis samræmist hvorki þessu markmiði aðal- og deiliskipulags né tilgangi hestamannafélagsins Fáks.

Þá beinir fundurinn því til stjórnar félagsins að hefja vinnu við að skipuleggja þetta svæði fyrir hestatengda starfsemi og að bæta ásýnd svæðisins sem er félaginu ekki til sóma.

 

Fundargerð félagsfundar 16. nóvember 2023

Skipulag Víðidals – Samþykkt 22.9.2005