Á vef Reykjavíkurborgar segir frá því að umferð gangandi og hjólandi verði aðskilin frá hestaumferð við Rauðavatn á kaflanum við skóginn austur og norður á bílastæði. Unnu fulltrúar borgarinnar og reiðveganefnd Fáks saman að útfærslu á þessum framkvæmdasvæði.
Í stuttu máli mun núverandi reiðvegur færast fjær vatninu og göngu- og hjólaleiðin vera nær vatninu. Þá verða stígarnir upplýstir með snjallstýringarbúnaði sem verður frábær viðbót.
Þá verður gert nýtt hestagerði við austurenda Rauðavatns í stað þess sem fer undir göngu- og hjólastíginn.
