Síðastliðið haust lagði Landsnet línuveg frá Geithálsi niður í Almannadal vegna lagningu háspennulínu í jörðu. Í framhaldinu hófust viðræður við Landsnet og Reykjavíkurborg hvort vegurinn mætti standa og honum breytt í reiðveg.
Landsnet og ÍAV sem sá um verkið tóku vel í þessa ósk okkar og í framhaldinu var sent erindi á Reykjavíkurborg um að fá að halda línuveginum. Varð niðurstaðan sú að Fákur fékk vilyrði fyrir hluta línuvegarinns fyrir framtíðar reiðveg. Er hann merktur rauðri línu á þessari mynd.
Ekki fékkst leyfi fyrir að halda línuveginum í gegnum dalverpið en gefið var vilyrði fyrir því að reiðvegurinn færi þess í stað upp á holtið austan við dalverpið, merkt grænni línu á þessari mynd.
Þessi nýja reiðleið mun opna á skemmtilegan hring og þegar fram í sækir verða fær hestamönnum árið um kring.