Frá því í byrjun mánaðarins hafa staðið yfir framkvæmdir á keppnisvöllum Fáks. Skipt hefur verið um yfirlag á Hvammsvelli og upphitunarvelli. Gamla yfirlagið nýttist í Brekkuvöll sem var orðinn efnislítill.  Þá á eftir að bæta efni í skeiðbrautina. Við minnum á að vellirnir eru lokaðir fram á vorið.

Ljósastaurar hafa verið fjarlægðir af kynbótabrautinni en af þeim var sjónmengun svo ekki sé minnst á þá slysahættu sem þeir sköpuðu.

Þá verður skipt um aflstreng við Hvammsvöll og nýr lagður við kynbótabrautina til að tryggja öruggann flutning rafmagns.

Landsmótsundirbúningurinn fer því vel af stað.