Í þessari viku verða tveir fróðlegir fræðslufundir hjá Fáki sem eru öllum opnir og kostar kr. 500 inn. Fræðslufundirnir verða í félagsheimili og hefjast kl. 18:00. Þriðjudaginn 29. okt. verður Sigurður Sæmundsson járningameistari með fyrirlestur um hófhirðu og járningar. Hann kemur inn á allt sem viðkemur hófum hesta, meðhöndlun og járningum. Miðvikudaginn 30. okt verður Ólöf Loftsdóttir dýralæknir með fyrirlestur um allt sem viðkemur heilsu hrossa. Hún kemur inn á margt s.s.helstu einkenni sjúkdóma, líkamspartar hestsins og virkni þeirra og margt fleira. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir og hvetjum við alla félagsmenn sem og aðra hestaáhugamenn að nýta sér þessa fræðslufundi.