Á sumardaginn fyrsta er næstum aldargömul hefð fyrir því að Firmakeppni Fáks fari fram og er hún að sjálfssögðu óbreytt og hefst mótið kl. 13:00 með pollaflokki. Heimilt að  ríða hvaða ganggetund(ir) sem er svo þetta mót er tilvalið fyrir góðhestinn en keppt verður á beinu brautinni á Hvammsvellinum (nema pollar og börn sem verða á hringnum).

Skráning í TM-Reiðhöllinni frá kl. 12:00-12:40
Boðið er upp á eftirfarandi flokka og í þessari röð;
Pollar – teymdir
Pollar – töltandi
Börn
Unglingar
Ungmenni
Konur 2 (minna keppnisvanar)
Karlar 2 (minna keppnisvanir)
Heldri menn og konur (55 ára +)
Konur 1 (meira keppnisvanar)
Karlar 1 (meira keppnisvanir)

Við hvetjum alla til að taka þátt og bendum á að sérstök verðlaun eru fyrir snyrtilegasta parið.