Hestamannafélagið Fákur óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka félagsheimili Fáks á leigu.

Helstu upplýsingar um félagsheimilið eru:

  • Tekur 180 manns í sæti.
  • Vel útbúið eldhús með öllum helstu tækjum til matargerðar og með innangengum kæli.
  • Gott hljóðkerfi.
  • Teppi á gólfum og parket fyrir framan svið.
  • Gott aðgengi fyrir hjólastóla
  • Næg bílastæði

Í umsóknum til félagsins skal tilgreina hvaða fyrirætlanir viðkomandi hefur til dæmis varðandi rekstrarform og til hversu langs tíma.

Vert er að geta að félagsheimilið er bókað hina ýmsu daga fram á næsta haust og mun félagið standa við allar bókanir líkt og samið hefur verið um.

Hestamannafélagið Fákur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Vinsamlega sendið fyrirspurnir eða umsóknir á netfangið fakur@fakur.is

Stjórn Fáks.