Félagsgjöld vegna ársins 2019 hafa verið send í heimabanka. Eindagi félagsgjalda er 1. mars næstakomandi. Fullorðnir greiða 14.500 kr, 18 til 21 árs 5.000 kr og yngri en 18 ára fá frítt.

Félagsgjöldin eru Fáki gríðarlega mikilvæg því án þeirra væri ekki hægt að halda úti því öfluga starfi og þjónustu sem félagið stendur fyrir. Félagið stendur meðal annars vörð um hagsmuni svæðisins og reiðvegi í landi Reykjavíkur, eigna félagsins, uppbyggingu á innviðum eins og reið- og keppnisvöllum, námskeiðum, mótum, félagslífi og svo mætti lengi telja.

Sé bara litið til síðustu daga þá hefur snjóað töluvert og hefur Fannar verið öflugur að ryðja reiðvegina okkar. Án þessarar þjónustu félagsins væri lítið hægt að ríða út.

Við hvetjum alla til að greiða félagsgjaldið og þau sem vilja gerast félagar geta sent félaginu tölvupóst á póstfangið fakur@fakur.is

Vert er að geta þess að þeir sem ekki greiða félagsgjaldið hafa ekki þátttökurétt í keppnum á vegum Fáks.