Það ætti ekki að hafa farið fram hjá Fáksfélögum að Fáksblaðið hefur bæst í jólabókaflóðið. Blaðið er sent heim til allra Fáksfélaga og er stútfullt af skemmtilegu og fróðlegu efni, m.a. grein um heimsmeistarann Teit Árnason, ferðasögu Fáksfélaga og pistlum um starf okkar frábæru nefnda. Ritstjórar blaðsins eru Jón Finnur Hansson og Hrefna María Ómarsdóttir.

Nú er bara að koma sér vel fyrir með kakó og jólasmákökurnar!