Fræðslunefndir Fáks og Harðar leiða saman hesta sína og bjóða upp á reiðnámskeið með margfalda heimsmeistaranum, dómaranum og reiðkennaranum honum Johan Haggberg.

Námskeiðið verður haldið í Fáki 12.-13. Apríl og 14. -15 april í Herði.

Johan er afar eftirsóttur reiðkennari og er þekktur fyrir að ná góðum árangri á stuttum tíma. Einstakt tækifæri fyrir þá sem verða ekki að tana á Tene um páskana 😀

Verð 33.000 kr. fyrir tvo 45 mínútna einkatíma. Skráning hjá Fáki í gegnum www.Sportfengur.com og hjá Herði í gegnum Sportabler.