Eigendur girðinga sunnan tjaldsvæðis og í kringum Dýraspítalann í Víðidal eru vinsamlega beðnir að fjarlægja girðingar sínar fyrir 15. september næstkomandi því slá þarf svæðið fyrir haustið. Fyrirhugað er að nýta þessi svæði fyrir Landsmót í Reykjavík sem fram fer á næsta ári.

Þá eru eigendur annarra girðinga á svæðinu vinsamlega beðnir um að fjarlægja þær fyrir 1. október.

 

Girðingar við Dýraspítalann