Árleg Dymbilvikusýning Spretts verður miðvikudaginn 5.apríl í Samskipahöllinni

Þá mun Sprettur eins og undanfarin ár halda létta keppni milli félaga um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.

Óskað er eftir 3-6 hestum frá hverju félagi, hvort sem það eru stóðhestar, hryssur eða geldingar, að koma fram sem fulltrúar okkar félags og mæta á sýninguna og taka þátt í þessari léttu og skemmtilegu keppni.

Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:

  •    Fákur
  •    Sprettur
  •    Hörður
  •    Sóti
  •    Adam
  •    Sörli
  •    Máni
  •    Sleipnir
  •    Dreyri

Áhugasamir um þátttöku sendið póst á einar@fakur.is