Hestamannafélagið Fákur auglýsir byggingalóðir undir reiðhallir/skemmur á félagssvæði sínu, bæði í Faxabóli og Víðidal. Um er að ræða tvær byggingalóðir undir reiðhallir/skemmur. Byggingarnar skulu byggðar í samræmi við kröfur í gildandi byggingarreglugerðum og gildandi skilmálum varðandi deiliskipulag Reykjavíkurborgar.
Lóð 1
Lóð sem er á byggingareit norðan félagsheimilis Fáks (sjá teikningu, merktur 1 í gulum reit). Byggingareiturinn er 24 x 56 m og er ætlaður fyrir reiðhöll/skemmu til þjálfunar og kennslu. Mikilvægt er að reiðhöllin falli vel að umhverfinu í Elliðaárdal á þessum áberandi stað.

Skilmálar: Reiðhöllin má að hámarki vera 8 m hátt frá gólfi í hæðsta punkt í mæni. Hliðar mega vera allt að 4,5 m háar frá gólfi að brún. Þak skal hafa mest 15° halla. Reiðhöllin sjálf má að hámarki vera 22×54 m að innanmáli. Möguleiki er á tengibyggingu á milli félagsheimilis og reiðhallar.

Lóð 2

Byggingareiturinn er vestan við akveg í A-tröð og ofan Hvammsvallar (sjá mynd, merktur nr. 5). Byggingarreiturinn er fyrir fjölnota hús/reiðhöll. Möguleiki er á þjónusturými út að Hvammsvelli sem nýtist við mótahald. Húsið/reiðhöllin geti verið allt að 25x45m á utanmáli.

Skilmálar: Húsið/reiðhöllin má að hámarki vera 10m há frá gólfi í hæðsta punkt í mæni. Hliðar mega að hámarki vera 5,5 m að brún. Þakhalli minnst 12°

Skilmálar úthlutunar

Báðar byggingar þurfa að uppfylla viðkomandi byggingarreglugerðir og skilamála deiliskipulags.

Óskað er eftir að umsækendur komi með tillögur að húsum sem rúmast innan byggingarreits ásamt útliti húsa sem falla vel að umhverfinu og uppfylli alla skilmála í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem og byggingareglugerðir. Einnig er æskilegt að umsækendur leggi fram hugmyndir sínar að tímum fyrir félagsmenn Fáks í viðkomandi húsum í formi frjálsrar tíma og námskeiða. Ætlast er til að haga fjölda tíma þannig að framboð sé á tímabilinu nóv. – maí.

Við óskum eftir umsóknum og hugmyndum um rekstur og um byggingu þessara húsa/reiðhalla og eru hægt að nálgast öll gögn um lóðirnar á skrifstofu Fáks.

Umsóknarfrestur er til  29. maí 2017 og skal senda umsókn ásamt fylgigögnum á fakur@fakur.is

Hestamannafélagið Fákur áskilur sér rétt að hafna öllum tilboðum sem ekki eru innan skilmála eða þjóna ekki hagsmunum félagssins.