Hestamannafélagið Fákur býður upp á bóklega kennslu á öllum 5 stigum knapamerkjanna nú í haust. Lágmarks þátttaka er fjórir nemendur á hverju stigi. Verkleg kennsla hefst síðan eftir áramót.

Kennsla hefst um miðjan október og verður kennt í Guðmundarstofu. Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.

Námskeiðið er opið fyrir alla og fer skráning fram á netfanginu fakur@fakur.is og þarf að taka fram á hvaða stig er verið að skrá. Síðasti skráningardagur er föstudaginn 13. október.

 

Kennt verður á eftirfarandi dögum:

  • Knapamerki 1  kl. 17.30-18.30  (17-18-24/10.)
  • Knapamerki 2 kl. 18.30-19.30 (17-18-24/10)
  • Knapamerki 3 kl. 19.30-20.30  (17-18-24-25/10)
  • Knapamerki 4 kl. 17.30-19.00 ( 19-26-30/10 1/11)
  • Knapamerki 5 kl.  19.00-21.30 ( 19-26-30/10 1/11)