Bókleg kennsla í knapamerkjum hefst sennilega 22. október nk. Kennari verður Sigrún Sigurðardóttir og verður hverju stigi kennt fyrir sig. Síðan verður skriflegt próf í byrjun nóvember. Einnig verða fagfyrirlesarar (dýralæknir og járningamaður) með fyrirlestur fyrir alla í einu. Nánar auglýst fljótlega. Kennt verður seinnipart eða um kvöld. Knapamerki 1 og 2 mæta tvisvar sinnum (í tvo tíma í einu) en 3 og 4 þrisvar sinnum. Knapamerki 5 má gjarnan sitja öll stigin því þau taka próf úr öllum stigunum.  Þeir sem ætla að kaupa bók þurfa að láta okkur vita á ss@fakur.is (og einnig hvaða stig), því panta þarf þær með fyrirvara frá Hólum. Skráning verður auglýst í næstu viku.